Overcooked! All You Can Eat staðfestur fyrir PS5

Eldað um borð.

Team17 Digital hefur staðfest að Overcooked! All You Can Eat endurgerð sé í vinnslu fyrir PlayStation 5. Pakkinn inniheldur Overcooked! 1 og 2 í 4K gæðum ásamt ýmsum gómsætum viðbótum (DLC) og endurbótum á leikjunum.

Í skóginum.

Fyrsti leikurinn kom út árið 2016 fyrir PS4 og þótti einkar vel heppnaður í þessum flokki, þ.e. svokallaðra sófa co-op (couch co-op) leikja. Í þeim þurfa spilarar að hjálpast að við að halda eldhúsi og veitingastað gangandi með sem fæstum slysum. Framhaldið, Overcooked 2, kom svo út 2018 hvar boðið var upp á áframhaldandi vesen á veitingastöðum og þótti ekki síðri en sá upprunalegi.

Gólfið er fljótandi hraun.

Nú er von á báðum leikjum saman í pakka fyrir PS5 en útgáfudagur er enn á huldu, trúlega verður Overcooked AYCE gefinn út samhliða vélinni sjálfri.

Í umfjöllun PS Blog kom fram að nýja útgáfan innihéldi öll borð og persónur úr fyrri leikjum (20 karakterar og 75 borð) ásamt ýmsum endurbótum á stillingum, fjölspilunarmöguleikum og fleira. Team17 lofuðu jafnframt að von væri á fleiri kokkum og borðum og gáfu í skyn að frekari upplýsinga væri að vænta þegar nær dregur útgáfu.

Eldað í geimnum.

Nánar:

Frétt PlayStation Blog: https://blog.playstation.com/2020/07/20/overcooked-all-you-can-eat-is-a-visual-feast-for-ps5

Team17 Digital á Twitter: https://twitter.com/Team17Ltd

Leave a Reply